EINBÝLISHÚSIN LIS OG FELIZ Á MALLORCA, EFTIR JØRN UTZON



Danski arkitektinn Jørn Utson byggði hús árið 1972 á Mallorca, fyrir sig og fjölskyldu sína til þess að eyða frídögunum og nefndi það eftir konu sinni Lis. Húið er staðsett á háum kletti á móts við Miðjarðarhafið nálægt þorpinu Porto Pietro. Tuttugu og tveimur árum síðar neyddist hann til þess að flytja burtu úr húsinu vegna þess að það hafði orðið að áfangastað pílagrímsferða arkitekta. Utzon byggði annað hús, Can Feliz, einnig á Mallorca, en í þetta skipti heldur hann staðsetningunni leyndri.

Can Lis
Jørn Utzon varð mikið um síðustu orð sænska meistara síns, arkiteksins Gunnars Asplund, áður en hann dó af völdum of mikils álags: "Öll þessi vinna, hún hefur ekki verið þess virði, var það nokkuð?" Um þær mundir var Utzon önnum kafinn við verðlaunaverkefnið sitt, Sidney óperuhúsið, sem nú er einna frægust allra nútímabygginga. Eftir mikla vinnu í níu ár við hönnun og byggingu hússins, ákvað hann árið 1966 að segja af sér vegna fjárhagserfiðleika og vegna þess að honum var sýnd óvirðing sem arkitekt af hálfu ástralska samgöngumálaráðuneytisins.
Í leit að algjöru skjóli til þess að eyða frídögunum, byggði Utzon hið friðsæla hús Can Lis, staðsett á meðal myrtu og furutrjáa og með einstakt útsýni yfir hafið. Aðalbyggingarefnið, harður kalksteinn frá staðnum, aðlagast vel landslaginu þar sem litur hans breytist frá gulum í bleika tóna. Húsið er röð sjálfstæðra skála sem tengdir eru saman með vegg og er þeim skipað niður þannig að þeir bregðist við loftslagsbreytingum eyjarinnar og ólíkum notum sem bústaðurinn felur í sér. Í því samhengi vísaði Utzon til sögu Karen Blixens um afríska bændur þar sem hún segir: "það var óhugsandi fyrir þá að byggja húsin sín í jafnri röð vegna þess að þeir fylgdu reglu sem miðaðist við stöðu sólarinnar, staðsetningu trjánna og, náttúrulegs og gagnkvæms sambands bygginganna." Afstaða skálanna vísar á ákveðið útsýni yfir hafið sem líka kemur enn betur fram í gerð fastra húsgagnanna búin til úr steypu og gljáandi keramik flísum. Gluggarnir eru settir beint á veggflötinn þannig að samskeytin eru ekki sjáanleg að innanverðu. Þetta gerir það að verkum að ljósið flæðir mjúklega inn og gerir mörkin óljós milli skuggsællra rýma hússins og brennheitrar Miðjarðarhafsólarinnar.
Vegna afstöðu skálanna og sjálfstæðra eiginleika þeirra, fylgist samvera fjölskyldunnar að allan daginn samkvæmt gangi sólar.

Can Feliz
Í dag búa Utzon og konan hans, Lis, allt árið um kring á Mallorca. Vegna fjölda gesta og mikils rakastigs sem þó er árstíðabundið, létu þau Can Lis í hendur barna sinna og barnabarna árið 1994 og fluttu í nýja húsið sitt nefnt Can Feliz.
Can Feliz er upp í fjöllunum, miklu ofar og afskekktara en Can Lis, og fjarri rakri hafgolunni. Bæði húsin eru lögð út frá sömu grundvallaratriðunum hvað varðar byggingarefnin, þó að síðara húsið tilheyri frekar hefðbundnum húsum eyjarinnar, byggt í kringum verönd og með hallandi þaki.
Í leit sinni að algjörum hvíldarstað þá hafði Utzon þróað nýja formgerð fyrir húsbyggingar með tilkomu Can Lis, sem arkitektar geta notið góðs af. Það er kaldhæðnislegt, en maður gæti ætlað að með því að reyna að afstýra svo miklum gestafjölda, þá var síðara húsið hannað af minni metnaði, gagngert til þess að uppfylla þá ósk um að vera algert skjól frá skarkala lífsins.
Það sýnir vægi fjölmiðlanna að einu heimildirnar sem við höfum um Can Feliz eru frásagnir gesta sem fullyrða að þeir myndu ekki geta fundið leiðina til baka að húsinu, eitthvað sem Utzon metur að verðleikum. Hann biður þess innilega að hans sé ekki leitað.

Ljósmyndir: Søren Kuhn
Myndatexti
1. Jørn Utzon (f. 1918) arkitekt, við Can Feliz.
2. Í leit að algjörum hvíldarstað byggði Utzon hið friðsæla hús Can Lis með einstöku útsýni yfir hafið.
3. Can Lis. 1. húsagarður, 2. borðstofa, 3. eldhús, 4. vinnuherbergi, 5. inngangur, 6. yfirbyggð verönd, 7. stofa, 8. svefnherbergi.
4. Hálfmána sófinn í stofunni í Can Lis fylgir gangi sólarinnar. Að lokum, við sólarlag horfir maður á eldinn í arninum.
5. Can Feliz. 1. inngangur, 2. forstofa, 3. húsagarður, 4. vinnuherbergi, 5. stofa, 6. eldhús, 7. borðstofa, 8. yfirbyggð verönd, 9. svefnherbergi, 10. verönd, 11. sundlaug.
6. Gljáandi keramik flísarnar í eldhúsinu í Can Feliz eru tilvísun í hefðbundna húsagerð á eynni.