TÁKN-HÚSIÐ (MONTREUIL), EFTIR PÉRIPHÉRIQUES



Það er ekki einungis þjóðfélagið sem gerir kröfur til arkitekta um tillögur að ódýrum húsum án þess að slá af gæðakröfunum. Arkitektastofan Périphériques, með aðsetur í París, hefur leitað eftir hugmyndum að módelhúsi, Tákn-húsinu, þar sem bæði arkitektinn og húsbyggjandinn yrðu að vera fullkomlega ánægðir með útkomuna.
Þó að upphaflega hafi enginn ákveðinn viðskiptavinur verið hafður í huga fyrir þetta hús, má rekja hugmyndina til þeirrar hugmyndar sem við höfum öll af húsum, þ.e.a.s. bygging með fjóra veggi og hallandi þak. Það sem meira er, verkefnið gerir ráð fyrir mismunandi útfærslum sem mætir því hversu ólík við erum.

36 tillögur fyrir hýbýli
Périphériques ákvað að deila þessarri rannsókn með fleirum ungum evrópskum arkitektum. Þau buðu nærri fjörutíu arkitektastofum að koma fram með tillögu að dæmigerðu húsi, 80 fermetra að stærð og sem kostaði ekki meira en 80.000 evrur að meðtöldum launum arkitektanna. Útkoman var sýningin, 36 tillögur fyrir hýbýli, haldin haustið 1997 og skipulögð af Menningarmálaráðuneytinu, Arc en Rêve Centre d'Architecture, og Húsagerðar- og þjóðminjadeild félags franskra listviðburða. Allar 36 tillögurnar báru þess vitni að hægt væri að leggja fram mismunandi hugmyndir um leið og haldið væri í stranga fjárhagsáætlun og sýndu formgerðir þar sem stöðluðum efnum samtímas var beint inn á nýjar brautir, frá því að vera upphaflega notuð við ýmiskonar iðnað og í að móta hönnun hýbýla
Périphériques-hópurinn lagði auk þess áherslu á hlutverk sýningarinnar sem lærdómsríkri reynslu fyrir almenning almennt. Sýningin ferðaðist víða um Evrópu frá Burdeos til Barcelona, Glasgow, París, Turín, Besançon og Marseilla um listamiðstöðvar jafnt sem sýningarstaði fyrir húsagerðarlist. Auk þess fylgdi henni vel myndskreyttur bæklingur sem seldist í meira en 10.000 eintökum og er mjög erfitt að nálgast nú á dögum. Afleiðingin var sú að viðfangsefnið varð þekkt meðal ótal sýningargesta og brugðust þeir við með hundruðum bréfa og nokkurra beiðna um hús. Núna er sýningin, 36 tillögur fyrir hýbýli, orðin hluti af arkitektadeild Georges Pompidou safnsins í París.

Húsið þitt núna
Fimm árum eftir sýninguna gaf Périphériques-hópurinn út bókina Húsið þitt núna, sem fjallaði um tólf verkefnanna sem byggð hús. Þar á meðal var Tákn-húsið eftir Louis Paillard og Anne-Françoise Jumeau. Þetta var ferhyrnt hús sem lagði út frá hefðbundinni ímynd af einbýlishúsi, þ.e. frumgerð húss með fjóra veggi og hallandi þak sem er almennt álitin fyrirframgefin forsenda. Í athugunum sínum notuðu arkitektarnir þetta módel sem efnivið til þess að ná lengra varðandi klæðingu hússins. Í rauninni gat húsið verið klætt hvaða harða efni sem var en valið með samþykki húsbyggjandans; hvort sem það var múrhúðun, viður, vírnet, plastefni eða hvað annað og/eða hulið með klifurjurtum, allt eftir smekk og fjárhag íbúanna. Þetta var ein leið til þess að breyta venjulegu húsi í fjarstæðukenndann draum sem hélt eftir tákninu um sjálft sig á meðan það afneitaði viðteknum venjum um þakrennur, strompa og blóm á svölum.
Inni í húsinu ræðst breidd fernhyrnds gólfflatarins af stærð hagstæðrar víddar, 6 metrar, sem ekki þarf á burðarstyrk að halda. Þannig getur burðargrindin boðið upp á marga möguleika um samsetningar til þess að breyta forritaðri verkefnalýsingu. Þessi sveigjanleiki hafði þegar verið til staðar í sýningunni þar sem nokkur tilbrigði af skipulagi innra rýmis fyrir Tákn-húsið hvöttu framtíðarhúsbyggjendur að eigna sér eða gera rýmin að sínu eigin.
Þegar sýningarskráin féll í hendur Véronique Decker og Emmanuele Derid, hjóna sem tengd voru stjórnmálum og höfðu þar af leiðandi mikla hæfileika til samningaumleitana, ákváðu þau að eiga viðtöl við nokkrar arkitektarstofanna með það að leiðarljósi að velja hönnuð fyrir húsið þeirra. Eftir marga fundi völdu þau Tákn-húsið til áframhaldandi þróunar.
Hjónin áttu 522 fermetra lóð í fjölfarinni götu í verkamannahverfi í útjarðri Montreuil, sem var bær í fimm mínútna fjarlægð frá París. Kringumstæður þeirra voru ekkert frábrugðnar venjulegum kringstæðum og gátu þarfir þeirra átt við margar fjölskyldur - stofa, 5 svefnherbergi, eldhús, lesherbergi og baðherbergi - allt umkringt eins stórum garði og hægt væri, og með bílskúri.
Þau töluðu um klæðningu hússins og tilfinningu þeirra til viðarins. Það var eins og þau hefðu í huga að samræðurnar yrðu efniviður hússins. Sú hlið sem snéri að garðinum varð klædd tígulmynstruðum iðnaðar-viðarplötum, sem endurvöktu mynstrið af vírnetinu sem umvafði hinn helming hússins.

Stór garður yfir húsinu
Þessar klæðningar og jurtir sem klifra upp veggina og þakið mynda stórann garð umvafinn húsinu og hylja þakrennur, frárennslisrör og vindaugu og umbreytir því í stórann leyndardóm. Innanhúss komu þessi kynlegheiti líka fram því jurtir huldu vindaugun sem þýddi að það var engin þörf fyrir gluggatjöld til þess að fá næði Einnig var dýpt glugganna og hurðanna minnisverð þar sem þau gengu út fyrir þykkt veggjanna og náðu fram allt að vírnetinu.
Þrátt fyrir að í hönnun Tákn-hússins hafi Périphériques beint sér að almennum hugmyndum um hús - að meðtöldum efnahagslegum atriðum sem hafa áhrif á val klæðningarefna og skipulags rýmisins - þá bregst hin endanlega lausn við okkar eigin persónulega tákni um hvernig við búum.

Ljósmyndir: Arkitektastofan Périphériques
Myndatexti
A. Louis Paillard (f. 1960) og Anne-Françoise Jumeau (f. 1962) eru meðlimir Périphériques-arkitektahópsins sem var stofnaður með Emmanuelle Marin y David Trottin árið 1996.
B. Klæðningarnar og jurtir mynda stórann garð sem hylur húsið og umbreytir því í mikinn leyndardóm.
C. Dýpt glugganna og hurðanna var meiri en þykkt veggjanna sagði til um og náði allt út að vírnetinu.
D. Sú hlið sem snéri að garðinum varð klædd tígulmynstruðum iðnaðar-viðarplötum, sem endurvöktu mynstrið af vírnetinu sem umvafði hinn helming hússins.
E. Tákn-húsið (2002) er eitt af þeim mörgu tilbrigðum sem sýnd voru á sýningunni, 36 tillögur fyrir híbýli.
F. Húsbyggjendurnir höfðu beðið um stóra stofu og eldhús niðri sem voru síðan tengd svefnherbergjunum uppi, sem litu yfir garðinn, með samsettum stiga/húsgagni úr viði.