EINBÝLISHÚS Í MORALEJAHVERFINU (MADRID), EFTIR MIGUEL FISAC



Það var í byrjun 7. áratugarins sem verkfræðingurinn Pascual de Juan Zurita sótti um byggingarleyfi fyrir einbýlishús nálægt Barajas-flugvellinum. Til að hanna húsið, valdi hann arkitektinn Miguel Fisac sem þá var þekktur fyrir fjölda einkaleyfa, tíðra fyrirlestra og höfundur á annað hundrað blaðagreina, auk þess að hafa þá þegar byggt meirihluta verka sinna, sem voru óhemjumörg.
Þrátt fyrir lítillæti verkefnisins tókst viðskiptavininum að heilla þennan mikils virta arkitekt. Fisac samþykkti að taka það að sér með því skilyrði að friða sem flest eikartré á lóðinni og að hann fengi að halda áfram að þróa nýjungar sínar sem og nýta sér þá þekkingu sem verkfræðingurinn hafði varðandi steypu.

Uppbygging arkitektsins
Það er erfitt að átta sig á kröftugu yfirbragði bygginga Fisacs án þess að vitna í lífsferil hans. Það er því viss mótsögn að þeir fjölmörgu textar sem skrifaðir voru í tilefni úthlutunar þjóðarverðlaunanna fyrir byggingarlist í lok síðasta árs og Gullorðu byggingarlistarinnar árið 1994 gera enga tilvísun í þau sterku bönd sem liggja á milli þróunar verkefnanna og hans, sem manneskju.
Allt frá því að vera ungur maður hafði Miguel Fisac leitast eftir persónulegum tilvísunum. Hann tengdi arkitektanám sitt, sem rofnaði á meðan spænska borgarastyrjöldin stóð yfir, við djúpsæja leit kristilegs anda. Á þeim tíma var húsagerð aðallega hugsuð sem stíltegund sem upphefði spænska heimsveldið. Fisac sagði okkur frá því þegar hann útskrifaðist frá arkitektaskólanum í Madrid árið 1942, að “ vegna þess að við vorum aðeins tíu sem útskrifuðumst, var mikið sem lá fyrir. Mánuði eftir útskriftina var komið til mín og um leið stökk ég mér til sunds án mikillar umhugsunar.” Allt frá fyrsta verkefninu, að breyta ráðstefnustað tilrauna- og vísindastofnunar í kapellu Heilags Anda, lagði Fisac áherslu á tilraunastarfsemi. Mikil vinna leiddi fljótt til góðrar reynslu þar sem hann hagnýtti fjölda uppgötvana, ”vegna þess að það var ekkert á boðstólnum”: Þar á meðal var Fisac-múrsteinninn, fyrsta einkaleyfið frá 1951, en hann er skáhallur múrsteinn á þeirri hlið sem lítur út og nær sú hlið niður á þann næsta fyrir neðan en það er gert til þess að ná fram betri einangrun og að rigningarvatn renni niður vegginn án þess að fara inn í fyllinguna á milli múrsteinanna. Aðrar uppfinningar áttu við um gluggaeiningar, steypu-“beinin” eða -stoðkerfi, fætur fyrir lampa og húsgögn, og sveigjanleg plast- eða leðurmót sem fyllt voru steypu og fengi efnið þannig yfirbragð fjöðrunar og mýktar.
Fimmti áratugurinn var tími mikilla afkasta hjá Fisac. Honum tókst að gera byltingakenndar breytingar á útliti spænskra kirkna þar til árið 1955, þegar hann sleit samskiptum sínum við Opus Dei, sem er íhaldsöm stofnun inn kaþólsku kirkjunnar. Hann hafði verið einn stofnenda Opus Dei og lagt laun sín óskert til hennar. Það ár hóf Fisac för sína í kringum hnöttinn, einsamall. Hann heimsótti fjölda bygginga, líkt og hann væri að leita sér nýrra tilvísana. Hann varð fyrir vonbrigðum með yfirbragð bygginga hreintrúaðrar Nútímastefnunnar og gagnrýndi hana fyrir að vera “ómannúðleg skynsemshyggja” en það var líka í þessari ferð sem hann uppgötvaði verk Asplunds og japanska byggingarlist.
Fisac lagði metnað sinn í stöðuga sjálfsuppbyggingu sem leiddi af sér aðferðarfræði sem hann notaði við upphaf hvers verkefnis. Með spurningum eins og: Til hvers? Hvar? Hvernig? auk “veit ekki hvað”, hófust hugleiðingar sem varð að svara ef skapa ætti byggingarlist.

Sálræn leið til þess að framkvæma verkefnið
Til hvers? Verklýsingin sagði til um einbýlishús fyrir hjón með sjö börn og móður D. Pascuals.
Hvar? Áður en Fisac byrjaði að teikna eða ákveða byggingarefni hússins í Moralejahverfinu, var mikilvægt að vega og meta eikarlundin sem mældist 2.600 fermetrar og hina miklu flugumferð frá Barajaflugvellinum sem fór yfir lóðina með háværum gný.
Hvernig? Fisac teiknaði upp húsið með óreglulegum línum sem tóku tillit til tveggja heilbrigðra eikartrjáa. Frá forstofunni er gengið inn í stórt almenningsrými sem er án nokkurra milliveggja en er mótað af mjúkum hrynjanda framhliðarinnar. Það samanstendur af dagsstofu og annarri stofu með arineldi fyrir samræður og til að hlýða á tónlist, með útsýni til suðurs. Í hinum enda hússins til norðurs og með útsýni til Guadarrama-fjallanna er stofa ætluð bridge-spilamennsku og borðstofa. Hún er í beinum tengslum við eldhúsið, strauherbergi, svefnherbergi og innanhússgarð þjónustufólksins með sérinngangi og sem einnig er notaður til að hengja út þvott. Innanhússgarður með þaki leysir vandann við að ná næði fyrir skrifstofuna og svefnherbergi fjölskyldunnar. Arkitektinn færði sér líka í nyt halla lóðarinnar til þess að gera aðgang í kjallara samlægan jörðu, en þar er bílskúr, svefnherbergi bílstjóra, leikherbergi barnanna og búningsherbergi fyrir gesti sundlaugarinnar.
Til þess að umlykja öll þessi rými, þróaði Fisac áfram eina af uppfinningum sínum sem byggðist á því að láta mótunareiginleika steypunnar njóta sín. Í einbýlishúsinu í Moralejahverfinu var hvítri steypunni hellt í sveigjanleg plastmót til þess að sýna eiginleika steypudeigsins og þyngd þess, sem um leið gerði útlit þess áþreifanlegt, viðkomumjúkt og fjaðrandi. Steypufletirnir voru líka hannaðir þannig að gert var ráð fyrir tvöföldu gleri í gluggum, sem var fest með vatnsheldu efni, neopreno, til einangrunar gegn hávaða flugumferðar.
... Og veit ekki hvað. Þrátt fyrir endurbyggingu eftir eldsvoða í húsinu árið 1997 og nýlegar breytingar sem nýju húseigendurnir gerðu án þess að ráðfæra sig við arkitektinn, viðheldur húsið mikilfengleik sínum varðandi mótunareiginleika steypunnar og tæknilegar lausnir hljóðeinangrunar. Útlínur grænleitra og brúnra litbrigða eikanna, sem breyta lögun sinni og áferð eftir gangi sólar, eru dregnar fram á hliðum og gluggum úr sedrusviði og á hvítu steypuveggjunum. Það sem Miguel Fisac hafði hannað fyrir fjölskylduna henni til ánægju, var ” lítill loftreitur sem gerður er mannlegur”, eins og hann komst að orði.

Myndatexti:
a. Miguel Fisac (1913-2006) hlaut Gullorðu byggingarlistar (1994) og spænsku þjóðarverðlaunin fyrir byggingarlist (2003). Við vinnslu greinarinnar sóttum við arkitektinn heim við nokkur tækifæri í hús hans undir nafninu Cerro del Aire. Í þessum samræðum við okkur, níræður að aldri en mjög skýr í hugsun, útskýrði Fisac þetta hús í samhengi við ævisögu sína.
b. Að utan er húsið klætt tilbúnum einingum úr hvítri steypu sem sett hefur verið í sveigjanlegan mót, samanber einkaleyfi höfundarins, en frágangur litlu
c. Jarðhæð einbýlishússins í Moralejahverfinu (1973).
d. Tæknlegar lausnir ákvörðuðu formlega lögun hússins.
e+f. Það að geta litið út sem mjúkur koddi er þessu byggingarefni eitt eiginlagt: “Þegar steypan hefur ekkert sem hindrar hana, hvaða lögun tekur hún þá? Þetta er eina efnið sem er sett mjúkt í mót. En það má skilja eftir örlitlar leifar af því að það hafi veið einu sinni mjúkt.” loftræstiglugganna og hliðarveggja eru úr sedrusviði.